Fann þetta í gömlum tölvupósti.
Hún sagðist sér liði ekki vel, var með bakverk og ætlaði að leggjast í rúmið með hitapoka. Stuttu seinna þegar maðurinn hennar fór að athuga með hana andaði hún ekki. Það náðist ekki að lífga hana við.
Eftirfarandi er fyrir allar konur og menn og ætti að taka alvarlega.
Ég vissi af því að hjartaáföll kvenna eru öðruvísi en hjá körlum, en þetta er besta lýsingin sem ég hef lesið.
Konur og hjartaáföll (Myocardial Infarction):
Vissurðu að konur fá nánast aldrei sömu einkenni og karlar fá þegar þær fá hjartaáfall, þú veist, stingandi verkur í bringunni, kaldur sviti, grípa fyrir hjartað og detta í gólfið eins og í bíómyndunum?
Hér er sönn saga af upplifun einnar konu af hjartaáfalli.
Ég fékk algjörlega óvænt hjartaáfall um kl. 22.30 án nokkurra einkenna, sem maður myndi ætla að hafa gert boð á undan sér. Ég sat í huggulegheitum á köldu kvöldi, með köttinn í fanginu, lesandi bók og hugsaði með mér að svona á lífið að vera.
Stundarkorni seinna fékk ég skelfilega tilfinningu eins og meltingatruflun, eins og þegar þú ert að drífa þig að borða og tekur stóran bita af samloku og skolar honum niður með slatta af vatni, og bitinn sem þú tókst er eins og stór golfbolti að mjakast niður í vélindað.
Þetta var tilfinning mín- eina vandamálið var að ég hafði ekki borðað neitt síðan kl. 17.00. Eftir þessa upplifum var sú næsta verri. Litlar kreistitilfinningar fóru upp eftir mænunni (örugglega slagæðin mín í krampahreyfingum), og náði meiri hraða eftir því sem hún fór hærra upp mænuna, undir bringubeinið (þar sem maður ýtir á við hjartahnoð).
Þessi tilfinning hélt áfram upp hálsinn og upp í kjálkana. AHA! Núna hætti ég að hugsa um hvað væri í gangi… við höfum öll lesið eða heyrt að það að fá verki í kjálkana væri eitt einkenna hjartaáfalls.
Ég sagði upphátt við sjálfan mig og köttinn, “kæri Guð, ég held ég sé að fá hjartaáfall!”
Ég ýtti kettinum úr kjöltunni, stóð upp og tók skref og féll í gólfið. Ég hugsaði með sjálfri mér að ef þetta er hjartaáfall, þá ætti ég ekki að vera að ganga að næsta herbergi þar sem síminn er eða eitthvað annað… en, aftur á móti, ef ég geri það ekki, mun enginn vita að ég þarfnast hjálpar og ef ég bíð lengur mun ég ekki komast upp eftir andartak.
Ég tosaði mig upp á stólnum, gekk rólega inn í næsta herbergi og hringdi á sjúkrabíl (112). Ég sagði símaverðinum að ég væri að fá hjartaáfall miðað við þá verki sem ég lýsti á undan. Ég var ekki hrædd heldur sagði frá staðreyndum. Hún sagðist senda til mín sjúkrabíl strax, spurði hvort útidyrahurðin væri læst og hvort ég gæti gengið þangað til að taka lásinn af/opna og leggjast svo á gólfið þar sem hægt væri að sjá mig.
Ég lagðist á gólfið og missti meðvitund. Ég man ekki eftir sjúkraflututningsmönnunum koma inn, skoða mig, lyfta mér á börurnar, setja mig inn í bílinn, kallandi inn til sjúkrahússins. En ég vaknaði í stutta stund þegar við komum á staðinn og sá hjartasérfræðinginn tilbúinn í aðgerð þegar hann tók á móti mér. Hann spurði mig alls kyns spurninga sem ég man ekki eftir enda leið ég út af aftur. Ég vaknaði ekki aftur fyrr en eftir að hjartasérfræðingurinn hafði þrætt upp um slagæð í lærinu á mér og upp í kransæðarnar þar sem komið var fyrir litlum rörum til að halda æðinni opinni.
Það hljómaði eins og allar mínar hugsanir og gerðir heima hafi tekið í allt 20-30 mínutur áður en ég hringdi á sjúkrabíl en í raun tók það ekki nema 4-5 mínútur, stöðin og sjúkrahúsið er rétt í nokkurra mínútna fjarlægð, hjartalæknirinn var tilbúinn að taka á móti mér og koma hjartanu aftur af stað.
Af hverju er ég að skrifa allt þetta með svo mikilli nákvæmni? Ég vil að þið allar sem eruð svo mikilvægar í mínu lífi lærið af þessu frá fyrstu hendi.
1. Verið viss um að eitthvað er að gerast í líkama ykkar, ekki þessi venjulegu karla einkenni, heldur óútskýranlegir hlutir sem eru í gangi. Það er sagt að mun fleiri konur en karlar deyja við þeirra fyrsta og síðasta hjartaáfallið þar sem þær vissu ekki að þær væru að fá áfall. Algeng mistök eru að halda að þetta séu meltingatrufanir, taka verkjalyf eða brjóstsviðatöflur, fara í rúmið og vona að ykkur líði betur daginn eftir þegar þið vaknið upp……sem gerist svo ekki!
Kæru vinkonur, ykkar einkenni eru ekki endilega eins og mín, svo ég hvet ykkur til að hringja á sjúkrabíl ef eitthvað óþægilegt og óútskýranlegt er að gerast sem þið hafið ekki upplifað áður. Það er betra að hringja og að það sé “fölsk hringing” heldur en að hætta lífi þínu og hvað hefði mögulega getað verið.
2. Takið eftir að ég sagði ykkur að hringja strax í 112, tíminn skiptir máli. Ekki reyna að keyra sjálfar á sjúkrahús. Þá væruð þið að ekki bara að hætta ykkar lífi, heldur líka annarra í umferðinni.
3. Ekki hugsa að þetta geti ekki verið hjartaáfall af því þú ert með eðlilegan blóðþrýsting eða rétt kólesteról. Hjartaáfall verður yfirleitt vegna langvarandi álags og bólgu í líkamanum. Verkur í kjálkann getur vakið þig upp af góðum svefni. Verum varkárar og vakandi.
Því meira sem við vitum, því meiri séns eigum við á að lifa!!
Því fleiri sem sjá þetta því fleirum getum við bjargað.