Unglingur sem átti við erfiðar tilfinningar og hugsanir að etja sagði „að líkja mætti TFT meðferðinni við að ýta á delete takkann, neikvæðar erfiðar hugsanir væru bara horfnar!“
Thought Field Therapy (TFT-meðferð) beinist gegn ýmiss konar sálrænum, andlegum og tilfinningalegum vandamálum. Við meðferðina er notast við létt bank eða snertingu á tiltekna staði á líkamanum eftir ákveðnu kerfi eða röð eftir því við hvað er fengist hverju sinni á meðan hugsað er um vandamálið.
Jóhanna Hildiberg Harðardóttir gerði litla rannsókn á áhrifum meðferðarinnar á prófkvíða hjá nokkrum nemendum Háskólans á Akureyri í nóvember 2006 og niðurstaðan var að prófkvíði minnkaði um 64% við meðferðina og 45% minnkun var á kvíða við að læra fyrir próf. Niðurstöðurnar má sjá á þessu veggspjaldi. Það skal tekið fram að nemendur voru einungis meðhöndlaðir við prófkvíða og kvíða fyrir að læra fyrir próf en undirliggjandi aðrar ástæður voru ekki meðhöndlaðar.
Aðferðin er einföld og hægt að gera gegnum síma eða Skype. Hér er reynslusaga konu sem fór í einn tíma gegnum síma:
„Mig langar til að deila reynslu minni af TFT meðferðinni en hún gjörbreytti lífi mínu.
Einn góðan veðurdag ákvað ég að nú væri nóg komið, ég hafði hugsað um þessa meðferð lengi, en ég var að láta bæði flug- og bílhræðslu stjórna lífi mínu.
Ég veigraði mér við það ferðast hvort sem það var um vegi eða loft. Ef ég hugsaði til þess að fara til útlanda fékk ég niðurgang og fylltist af stressi og svaf ekki fyrir kvíða. Af tvennu illu lét ég mig hafa það að keyra á milli landshluta í stað þess að taka flug og bara það að keyra á milli staða tók á.
Eftir að hafa pantað mér tíma og farið í gegnum TFT meðferðina var svo komið að því að láta á það reyna hvort þetta væri að virka, og vitið menn, ég pantaði mér flugfar og fann ekki fyrir neinum ónotum. Enginn kvíði lét á sér kræla dagana fyrir flugið og upplifði ég flugið ekki lengur sem slæman hlut heldur gat ég hugsað að það væri gaman að fljúga.
Ég mæli tvímælalaust með þessari meðferð og vildi óska þess að ég hefði látið verða af þessu fyrr þar sem þetta hefur truflað mig of lengi.“
Janet Thomson var fyrir nokkrum árum í sjónvarpinu hjá BBC og sýndi þá áhrif meðferðarinnar m.a. á konu sem var sjúklega hrædd við sprautur. Myndbandið má finna hér.
ATFT eru alþjóðleg samtök TFT meðferðaraðila sem hafa unnið mikið hjálparstarf, meðal annars á munaðarleysingjahælum í Afríku og í Louisiana í USA eftir að fellibylurinn Katrína fór þar yfir. Þau hafa náð afar góðum árangri í áfallahjálp á þessum stöðum. Nú er unnið að gerð heimildamyndarinnar „From Trauma to Peace“ um áhrif meðferðarinnar á fólk sem lent hefur í miklum áföllum í Rwanda.
Meðferðin getur gagnast fólki á öllum aldri, allt frá börnum upp í gamalmenni. Sem dæmi getur meðferðin haft áhrif á eftirtalin vandamál:
* Afleiðingar ástvinamissis og annarra áfalla
* Áfallaröskun eftir margs konar áföll
* Átraskanir, depurð, þunglyndi og skapsveiflur
* Ferðahræðslu, þar á meðal flug- og bílhræðslu
* Innilokunarkennd, lofthræðslu
* Ótta, kvíða og streitu
* Ofsahræðslu við skordýr eða önnur dýr
* Ótta við að koma fram opinberlega
* Reiði og pirring
* Líkamlegra verki
* …og mörg önnur vandamál sem eru að verulegu leyti sálræns, tilfinningalegs eða andlegs eðlis og geta hafa hamlandi áhrif á daglegt líf fólks.
Upphafsmaður TFT-meðferðarinnar er Dr. Roger J. Callahan. Hann er menntaður í klínískri sálfræði og hefur starfað sem sálfræðingur og kennari í sálfræði, meðal annars við Michigan háskólann og háskólann í Syracuse í Bandaríkjunum. Hann var um skeið forseti samtaka hjónabands- og fjölskyldusálfræðinga í Bandaríkjunum.
Eini Íslendingurinn sem lært hefur þessa meðferð hjá Callahan er Jóhanna Hildiberg Harðardóttir.