Nálastungur
Kínversku nálastunguna má rekja a.m.k. 2500 ár aftur í tímann. Almenna tilgátan um nálastungu byggir á því að um líkamann liggi orkubrautir og lífsorkan (Qi) flæði eftir þeim og sé nauðsynleg til að vera heilbrigður. Truflun á þessu orkuflæði er talin vera ástæða veikinda. Nálastungur geta komið á jafnvægi í flæði orkunnar með því að örva það á ákveðnum punktum sem liggja undir húðinni.
Nálastungur voru nær óþekktar í USA þar til á áttunada áratug síðustu aldar. Síðan þá má segja að sprengja hafi orðið varðandi áhuga í USA og Evrópu á notkun meðferðarinnar í vestrænum lækningum.
Nálastungan gengur út á að örva ákveða punkta með því að stinga í þá örfínum nálum. Það eru til mismunandi nálganir á þessa meðferð frá Kína, Japan, Kóreu og fleiri löndum.
Nálastungur eru notaðar við ýmsum sjúkdómum, eins og ógleði vegna krabbameinslyfjameðferðar, fíkn, höfuðverkjum, túrverkjum, tennisolnboga, vefjagigt, bakverkjum og ýmsu fleiru.
Ég vinn með nálastungu fyrir verki og kvíða.