Hvað er Thought Field Therapy?
Meðferðin sem hér er kynnt og er einfaldlega kölluð TFT-meðferð (e. Thought Field Therapy) hefur verið í þróun Bandaríkjunum í meira en aldarfjórðung en stendur nú til boða á Íslandi.
TFT-meðferð beinist gegn ýmiss konar sálrænum, andlegum og tilfinningalegum vandamálum og er ætlað að hjálpa fólki við að yfirvinna þröskulda eða hindranir sem geta haft verulega hamlandi áhrif á daglegt líf þess
TFT-meðferðin samanstendur af einfaldri og auðskiljanlegri tækni. Hún nýtir þrýstingspunkta sem einstaklingurinn virkjar með því einfaldlega að banka eða pikka létt með fingurgómunum á meðan hugsað er um vandamálið. Notast er við ákveðið kerfi eða röð aðgerða eftir því sem við á hverju sinni. Þessi aðferð getur gert tilfinningaleg og sálræn vandamál óvirk og oft jafnvel útrýmt þeim alveg.
TFT-meðferðin má nota á margs konar kvilla
TFT hefur reynst vera ein af árangursríkustu sálrænu meðferðum sem nokkru sinni hefur verið uppgötvuð eða útbúin. Ítrekað hefur reynslan sýnt að þessi aðferð er einstaklega árangursrík meðferð gegn sálrænum, andlegum og tilfinningalegum vandamálum sem geta haft takmarkandi áhrif á lífsgæði, bælt niður getu einstaklingsins og virkað sem hindranir gegn heilbrigði.
TFT er ekki skammtímalausn. Meðferðin veitir raunverulega, mælanlega og varanlega lausn á margs konar vandamálum. TFT hefur verið nefnt hin öfluga meðferð 21. aldarinnar vegna hins mikla árangurs sem af henni hlýst. Mögulegt er að útrýma margs konar vandamálum algjörlega á fimm mínútum. Þetta þýðir þó ekki að sérhvert vandamál svari meðferðinni svo fljótt. Sum vandamál krefjast endurtekinnar meðferðar og samsvarandi breytinga á lífsstíl. Engu að síður hefur meirihluti skjólstæðinga upplifað verulega bót á vandamálum sínum eftir fyrsta meðferðartíma.
Meðferðin getur gagnast fólki á öllum aldri allt frá börnum upp í gamalmenni. Meðferðin er sársaukalaus og kallar ekki á endurupplifun eða losun gamalla upplifana. Hér eru nokkur dæmi um vandamál sem TFT gæti hjálpað þér að lagfæra eða losna við:
- Afleiðingar ástvinamissis og annarra áfalla
- Áfallaröskun eftir margs konar áföll
- Áráttu- og þráhyggjuhegðun ýmiss konar
- Átraskanir ýmiss konar
- Depurð og skapsveiflur
- Einstaklingsbundinn ótti eða ótti barnanna vegna
- Ferðahræðsla, þar á meðal flug- og bílhræðsla
- Innilokunarkennd
- Kvíði og streita
- Kynferðisleg eða nándartengd vandamál
- Líkamlegir verkir
- Líkamleg áföll
- Lofthræðsla
- Naglanag
- Ofsabræði
- Ofsahræðsla við skordýr eða annað
- Óslökkvandi löngun eða þrá eftir einhverju
- Ótti við að koma fram opinberlega
- Reiði og pirringur
- Reykinga- og drykkjuvandamál
- Þunglyndi og aðrar geðraskanir
- …og mörg önnur vandamálum sem eru að verulegu leyti sálræns, tilfinningalegs eða andlegs eðlis og geta virkað sem þröskuldar eða hindranir sem geta haft verulega hamlandi áhrif á daglegt líf fólks.
Uppruni TFT-meðferðarinnar
Upphafsmaður TFT-meðferðarinnar er Dr. Roger J. Callahan. Hann er menntaður í klínískri sálfræði og hefur meðal annars starfað sem sálfræðingur og kennari í sálfræði, meðal annars við Michigan háskólann og háskólann í Syracuse í Bandaríkjunum. Hann var um skeið forseti samtaka hjónabands- og fjölskyldusálfræðinga í Bandaríkjunum.
Roger og eiginkona hans, Joanne M. Callahan, stofnuðu og reka nú sína eigin meðferðarstofnun, Callahan Techniques, þar sem Thought Field Therapy hefur verið í þróun í yfir aldarfjórðung. Þau hafa gefið út fjölda bóka sem tengjast lausnum ýmiss konar vandamála með hjálp TFT, svo sem um mat á kvíða, skyndihjálp gegn fóbíum, stjórn á mataræði, martraðir vegna áfalla og fleira.
Joanne M. Callahan, sem hefur MBA gráðu í stjórnun á heilbrigðissviði, hefur átt sinn þátt í þróun TFT-meðferðarinnar. Hún er framkvæmdastjóri Callahan Techniques Ltd, stýrir þjálfunarstöð í TFT og ritstýrir fréttabréfi stofnunarinnar ásamt Roger. .
Nám í notkun TFT-meðferðarinnar
Ég er eini Íslendingurinn sem sótt hefur nám í TFT og fengið skírteini og leyfi frá
Callahan Techniques til að beita meðferðinni og kenna hana.
Námið sem Callahan Techniques býður upp á fyrir það fólk sem vill fá leyfi til að beita TFT-meðferðinni á skjólstæðinga sína er í nokkrum hlutum.
- Fyrsti hlutinn felst í yfirgripsmiklu sjálfsnámi sem samanstendur af notkun bóka, myndbanda og geisladiska þar sem grundvallaratriði í meðferðinni eru kennd.
- Annar hlutinn er þriggja daga námskeið á vegum stofnunarinnar þar sem mikil áhersla er lögð á verklega kennslu og æfingar í því að nota meðferðina rétt, læra að meta vandann sem við er að fást og ákveða hvað þarf til að leysa hann.
Sumarið og haustið 2005 lauk ég við þessa tvo hluta námsins og hef þar með skírteini frá Callahan Techniques og leyfi til að nota meðferðina eins og hún hefur verið þróuð við stofnunina og undir heitinu Thought Field Therapy.
Einnig hef ég lokið námskeiði í kennslu meðferðarinnar og hef leyfi stofnunarinnar til að kenna hana.