Dáleiðsla
Dáleiðsla er breytt mynd vitundarinnar. Hún hefur áhrif á einstakling líkamlega og andlega.
Rannsókn Ernest Hilgard á 19.000 einstaklingum sýndi fram á að hægt er að dáleiða um 91%. Ástæður þess hversu móttækilegt fólk er fyrir dáleiðslu er viljinn til að gefa persónulegar upplýsingar, löngun til að öðlast nýja reynslu og hæfileikinn til að taka þátt af lífi og sál.
Meðferðin miðar að því að styrkja einstaklinginn, auka sjálfsvitund, hans og innra öryggi, sjálfsvirðingu, sjálfstraust og gefa honum tækifæri til að sjá sjálfan sig í nýju ljósi. Með því að skoða löngu liðna atburði má oft sjá þá í nýju ljósi sem leiðir til léttis og vellíðunar.
Meðferðin gengur út á svokallaða innleiðingu þar sem einstaklingurinn er leiddur áfram til slökunar, því næst dýpkunar á meðvitund og að síðustu úrvinnslu þess sem einstaklingurinn vill vinna með. Til dæmis er hægt að skoða hver er ástæða fyrir ákveðinni hegðun, verkjum eða veikindum.
Einstaklingur undir dáleiðslu er alltaf meðvitaður um umhverfi sitt, segir hvorki né gerir eitthvað sem hann er ekki tilbúinn til. Í dáleiðslu missir fólk EKKI stjórna á vilja eða hegðun sinni.