Í dag ætla ég út að keyra á barn og stinga af

Trúir þú virkilega að einhver hugsi svona, einhver skipuleggi að meiða einhvern ókunnugan, af því bara?

Við þurfum að muna eftir ósjálfráða taugakerfinu. Ósjálfráða taugakerfið hefur þrjár leiðir til að bregðast við: flýja, berjast eða frjósa.

Auðveldasta leiðin er að flýja, láta sig hverfa, forða sér frá atvikinu og reyna að láta sem það hafi ekki átt sér stað. Eftir að hafa flúið af vettvangi er erfitt að koma til baka þvi þjóðfélagið er strax búið að dæma okkur.

Við höfum séð myndir af því að sá sem keyrir á stekkur út úr bílnum og ræðst að þeim sem var fyrir honum með látum, alveg óháð því hvor var í rétti. Tilbúinn að berjast fyrir rétti sínum.

Eða einstakingurinn tekur antilópuna á þetta, frýs þar til hættan liður hjá. „Að frjósa“ viðbragðið getur átt sér stað þegar við verðum skelfinu lostin og líður eins og það sé enginn möguleiki á að lifa áfallið af eða við höfum ekki möguleika á að flýja. Þetta á sér stað í bílslysum, kemur fyrir fórnarlömb árása eða annarra áfalla.

Streituviðbragðið á að vera tímabundið, það á að vara á meðan við verðum fyrir áfallinu og svo á að draga úr. Í nútíma þjóðfélagi er þessu næstum öfugt farið, streitan er alltaf, slökunin sjaldan.

Fræg er sagan af því hvernig lifa á áföll af. Hún segir frá ljóni sem eltir antilópu. Meðaltími sem tekur ljón að ná antilópunni eru 45 sekúndur. Það sýnir að stressviðbragðið er hannað til að taka svona stuttan tíma, en við eigum ekki að vera í stressviðbragði heilu dagana. Ljónið nær bráð sinni, sekkur tönnunum í háls fórnarlambsins og hendir því niður í jörðina nokkrum sinnum til að vera viss um að það sé fullkomlega lífvana. Það lítur út fyrir að antilópan hafi tapað baráttunni. En þá gerist kraftaverkið. Þegar ljónið fer til að sækja fjölskyldu sína í matinn, þá bókstaflega rís antilópan upp frá dauðum. Það er eins og hún sé að vakna til lífsins úr frosti, hún skelfur öll, stendur upp og hleypur í burtu eins og ekkert hafi í skorist.

Samúð okkar er oftast með fórnarlömbunum. Gerendur eru líka fólk með tilfinningar sem stjórna þeim, eins og okkur hinum. Gerandi sem lendir í því óhappi að keyra á barn hefur ólíklega farið af stað í bílferð með þann ásetning að keyra á barn. En hann situr uppi með afleiðingar gjörða sinna, hann þarf að lifa með því að hafa gert þetta. Ef svo óheppilega hefur viljað til að á stund áfallsins hafi taugakerfi hans ákveðið að best væri að flýja og láta sem þetta hafi ekki gerst þá hefur bæst í skömmina og vanmáttinn. Það gerir einstaklingnum enn erfiðar fyrir því þær litlu málsbætur sem hann hafði fóru út um gluggann með því að flýja af vettvangi. Eftir situr einstaklingur sem þarf að lifa með því sem hann gerði, þarf að læra að fyrirgefa sjálfum sér og vonast til að aðrir geti það líka. Spáðu í hvernig þér myndi líða í sporum geranda og hvað við getum gert fyrir gerendur til að láta þeim líða betur.

Gerendur eru líka fólk, feður og mæður, synir og dætur, bræður og systur, vinir og vinkonur.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s